Eins og segir í skýringatextanum:
Fortunately, nobody would touch Le Corbusier's project with a bargepole, so civilisation was spared a very expensive demolition bill decades later.
Til að koma með smá-forsögu:
Millistríðsárin (1918-1939) voru erfið ár á vesturlöndum. Sár Fyrri heimsstyrjaldar greru seint og illa, og rétt þegar efnahagurinn virtist vera að ná sér á strik, skall Kreppan mikla á.
En á mörgum sviðum menningar og listar voru þetta góðir tímar. Hið gamla konungsvelda-skipulag Evrópu var að eilífu hrunið, og nú höfðu menn háleitar hugsjónir um nýtt og betra skipulag. Fasismi, Kommúnismi, Lýðræði – Hver þessara hugsjóna skyldi nú vera heildarlausnin á vandamálum heimsins? Um það var mikill ágreiningur sem segja má að endað hafi með Seinni heimsstyrjöld.
En um eitt greindi mönnum ekki á: 20. öldin skyldi verða öld stórkostlegustu framfara mannkynssögunnar. Framfarir í tækni og vísindum voru óstöðvandi, og hlytu innan nokkura áratuga að leiða mannkynið inn í Útópíuna sem það hafði alltaf þráð.
Dæmi um þessa óbilandi (en að okkur nú finnst ) trú, eru framtíðaráform arkitekta frá þessum tíma. Þeir reistu að sönnu sína eilífu minnisvarða, t.d. Chrysler og Empire-State byggingarnar í New York. (Risastór minnisvarði 60’s arkitektúrs í sömu borg varð skammlífari eins og við of vel vitum, en það er sannarlega allt önnur saga.)
Grandskoðið endilega síðuna sem myndin er tekin af, http://www.davidszondy.com/future/futurepast.htm
Þó síðan sé næstum jafn slæmt skipulagsslys eins og gatnakerfi íslenska höfuðborgarsvæðisins, er hún ólík að því leyti að hún er “hours of fun”.
_______________________