Ég verð aðeins að commenta á þetta hjá þér. Til að geta fullyrt svona þarftu að kynna þér sögu Íraks og heimshlutans alls sem ég geri ráð fyrir að þú hafir ekki gert. Þá kemur í ljós að Írak er eitt brotnasta land í heiminum hvað varðar sameiginlegan menningararf. Landið var búið til af bretum með þeirra hagsmuni í huga, þvert á vilja þjóðarinnar. Þannig var öllum trúar- og menningarhópum troðið saman á eitt svæði, íhaldsöm ætt eða stjórn sett við völd AF Bretunum sem tryggði að öll olían færi til London og Evrópu. Þessir glæstu Evrópumenn og verndarar lýðræðis sem þú talar um hafa síðan séð til þess að enginn vísir að lýðræði komi á svæðinu, þar sem það ógnar þeirra hagsmunum. Það sést best í andstöðu þeirra við kosningar í Palestínu sem fylgst var með af alþjóðlegum stofnunum, og síðan stuðning þeirra við fasistana í Saudi-Arabíu. Þú skalt ekki dirfast að halda því fram að ástandið síðastliðinn hundrað ár í þessum heimshluta endurspegli vilja meirihluta fólksins á þessu svæði. Það er engu skárra en að segja að svertingjar í BNA hafi kosið sjálfir að búa við aðskilnað, vegna þess að þeir sættu sig við það svo lengi. Dæmið er bara töluvert flóknara en svo.
Svo er skemmtilegt að þú minnist á endurreisnina í þessu samhengi, vegna þess að verndari siðmenningar í heiminum á hinum myrku miðöldum var hið múslimska kalífaveldi. Allar framfarir þess tímabils fór fram í löndum þeirra, þessvegna var Cordoba á Spáni eina menningarborg Evrópu því hún tilheyrði múslimska hluta spánar. Það voru strangtrúaðir múslimar sem þýddu verk grísku fræðimannanna og komu þeim til evrópumanna auk þess sem þeir kenndu þeim að prenta bækur sem eru forsenda fyrir almennu læsi fólks í evrópu.
Svo er auðvitað líka rangt að tala um einingu meðal músliam heimsins, fyrir utan síja og súnní ágreining þá börðust arabar með bretum gegn ottómönum þó báðir hafi verið múslimskir. Sama gildir um saudí arabíu gegn írak og núna mótlæti við íran.
Trúarbrögðin sem slík hafa ekkert að gera með þetta heldur vald nokkura aðila sem kúgar meirihlutann þar á meðal kirkjunnar, sem er allt annar handleggur. Síðan eru ekki trúarstofnanir í (súnní) Islam.
Svo þarf ég nú varla að segja þér að Saddam Hussein naut stuðnings vesturlanda á meðan fjöldamorðin áttu sér stað. Sama um talibanana í Afganistan, tyrkina í norður írak, ofsóknir á hendur bændum í Indonesíu og Wahabítana og geðveiki þeirra í S-Arabíu. Ef að fólkið á vesturlöndum velur leiðtogana er það ábyrgt fyrir gjörðum þess, og þar af leiðandi er hægt að tala um að íbúar vesturlanda beri ábyrgð á þessu. Ef ekki þá er lýðræði ekki til.
Í stuttu máli: Múslimar byrjuðu endrureisn evrópu og vestrænar lýðræðisstjórnir styðja einræði í múslimskum löndum nútímans. Hugmyndin um að þetta séu tveir hugmyndafræðilega ólíkir heimar sem rekist á gengur þar af leiðandi ekki upp.
Bætt við 19. desember 2007 - 23:15
Þegar ég tala um kúgun kirkjunnar á ég við tangarhald hennar á íbúum miðalda. Þú áttar þig á muninum á þessu, þó að beint vald kirkjunnar hafi minnkað með endurreisninni þýðir það ekki að almenn trú hafi gert það. Mörg af mestu veldum sögunnar hafa verið mjög trúuð. Svo er aðal ástæðan fyrir endurreisninn, fyrir utan íhlutun múslimanna, upphaf heimsvaldastefnunar með “fundi” ameríku og innflutningi á ódýrum þrælavörum til Evrópu sem skapað hafa velsæld okkar til þess dags, en það er önnur saga.