Það er fullmikið sagt held ég. AK-47 var hönnuð með reynsluna af Sturmgewehr til hliðsjónar, og var vissulega líkur í útliti, en mun einfaldara og sterkbyggðara (betra?) skotvopn. Sótti semsagt ýmislegt til Sturmgewehr riffilsins, en alls ekki bara kópía af honum, heldur rússnesk útfærsla. Sjá
http://en.wikipedia.org/wiki/SturmgewehrReyndar bara enn eitt dæmið um rússneska útfærslu á vestrænni hönnun; Þeir ger-nýttu t.d. B-29 sprengjuflugvélina bandarísku sem byrjunarpunkt á heilli “ætt” sprengjuflugvéla af Tupolev-gerð, sem með árunum urðu sífellt fullkomnari. Eins var með MiG-15, sem var útfærsla á þýskri stríðsárahönnun sem aldrei komst í loftið.
Rússar stálu stundum vestrænni hönnun og kóperuðu með húð & hári, en fóru síðan sjálfir að hanna eitthvað sér-rússneskt útfrá því.
Wikipedia linkar:
http://en.wikipedia.org/wiki/AK-47http://en.wikipedia.org/wiki/Tu-4http://en.wikipedia.org/wiki/Mig_15http://en.wikipedia.org/wiki/Joe_1http://en.wikipedia.org/wiki/ConcordskiBætt við 18. júlí 2007 - 23:38 PS: Minnir að ég hafi einhverntíman sagt í einhverri umræðu (hvort sem það var hér eða annarsstaðar) að ef Mikhail Kalisnikov hefði fengið eins og 1% hlut í söluágóða höfundarverks síns, væri hann milljarðamæringur. Og ef dráp með vopninu væru að auki “stef-gjaldskyld”, væri hann ríkasti maður í heimi ;)