Villjandi tala ég ekki um Öxulveldin eins og hefði verið meira viðeigandi ef hér væri um sögubók að ræða, en Öxulveldin voru ekkert án Þjóðverja og aðeins aumir leppar háðir nasistum. (Þarna er ég að tala um Öxulveldin í Evrópu)
Hitler hafði þarna tekið í valdataumanna í einu af fátækustu ríkjum álfunnar og lagt undir sig hvert ríkið á fætur öðru og allt fyrir eitt markmkið; leggja Sovétríkin kommúnísku undir járnhælinn og rækta “Judefrei” arískann heim. Ár er síðan úrslitastundin rann upp og Hitler er kominn að bæjardyrum Stalíns. Norðurherinn að Leningrad, Miðherinn að Moskvu og Suðurherinn að Stalingrad. En lengra fóru þeir ekki. Ekki hafði þó allt gengið átakalaust fyrir sig því Sovétmenn voru byrjaðir að sýna mótspyrnu (sem síðar varð þeim [þjóðverjunum] að falli)og Bretland enn óunnið þrátt fyrir að vera eitt á móti allri iðnaðargetu álfunnar. Og Bandamenn sóttu að í Afríku.
En engu að síður er þetta ótrúlegt, hvar sem er í ‘þessu rauða’ hefði Hitler getað búið til kjarnorkuver, eða flugvöll, eða skriðdreka. Og ‘þetta rauða’ þekur nánast alla Evrópu,- hinn þekkta heim.
Auðvitað á ‘veldi’ Öxulveldanna í Afríku að vera á myndinni en ég fann því miður ekki svo stórt og gott grunn-evrópukort.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,