Það er til bók sem heitir The Jew of Linz eftir Kimberley Cornish þar sem farið er út í þetta og því er haldið fram að Wittgenstein og Hitler hafi tekist á um huga mannsins, Hitler með múgsefjun og Wittgenstein með heimspeki sinni. Enn fremur er þar að finna “samsæriskenningar” þar sem Wittgenstein á að hafa verið sá sem stjórnaði Cambridge-njósnahringnum og á að hafa ráðið þá Blunt, Philby, Maclean og Burgess til starfa. Þetta er auðvitað eintóm della en það mun samt sem áður vera satt að þeir Adolf og Ludwig hafi verið saman í skóla í Linz.
Bætt við 1. júlí 2007 - 20:34
Það má líka spyrja sig hvað hefði gerst ef Hitler hefði ekki fengið að gista í skýlinu sem pabbi Karls Popper rak í Vínarborg.
___________________________________