Eins og við öll var hann eitt sinn saklaust barn, og síðarmeir saklaus bóndi en endaði líf sitt sem næstvaldamesti maður í Þýskalandi og, jah, svolítið mörg líf á bakinu.
Undir lokin var Himmmler eflaust með það mesta á samviskunni, þaeas á eftir Foringjanum ef út í það er farið og var hann m.a. kallaður “mest hataðasti maður Evrópu, Heinrich Himmler, blóðhundur Hitlers” af kananum þegar þeir komu að honum dauðum þann 23. maí 1945. Enda var þetta maðurinn sem skipulagði og gerði draumóra Foringjans að veruleika og háði hann stríð við Gyðinga meðan Þjóðverjar háðu stríð á þremur vígstöðvum. En Himmler fékk tækifæri til að spreyta sig að stjórna leifunum af þýska hernum við Vislufljót undir blálok stríðsins. En hann hækkaði mjög í áliti hjá Foringjanum eftir að hann sýndi dyggð sína í hreinsunununum eftir Júlísamsærið '44. Þeir sem máli komu við sögðu síðar að Himmler hefði átt að halda sig við hnakkaskotin þar sem hann kunni ekkert að fara með hersveitir, sérstaklega ekki hersveitir í því ásigkomulagi sem þessar leifar voru.
En þrátt fyrir tryggð sína í garð Foringja síns, brást hann traustinu að hálfu hins síðarnefnda þegar Himmler reyndi að ræða friðarviðræður við Bandamenn árið 1945. En hann trúði því statt og stöðugt, eins og margir aðrir nazistar, að stríðið endaði með vopnahléssamningum og nazistar héldu yfirráðum sínum yfir litlu landssvæði. Og þá reyndi Himmler að fara á bak við Foringjann og grípa gæsina þar sem hann trúði því að til að halda lögum og reglu þyrftu Bandamenn og Sovétmenn á SS og nazísku reglunni að halda eftir stríð.
Hvort það er útaf þessu einstaklega “nazíska útliti” sem maðurinn hefur eða hvað þá hef ég alltaf haft þessa ógeðfeldu morðingja tilfinningu til Himmlers sem aðirir fá um Hitler. Munurinn er sá að Hitler var ekki bara morðingi eins og Himmler.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,