Hann situr nú í fangelsi í Sikiley fyrir morð, fjárkúgun, eiturlyfjabrask og fleira. Hann er grunaður um að hafa myrt 40 manns sjálfur og fyrirskipað morð á um 1000 öðrum. Hann var, og kanski er, foringi Corleone mafíunar og aðalheilin á bak við seinna mafíu stríðið í Sikiley. 18 ára gamall gekk hann til liðs við Mafíuna í Corleone eftir að hafa framið morð fyrir þá. Þar vann sig hægt upp í tign og þegar Don Liggio var fangelsaður 1974 varð hann Don fjölskyldunar. Í stjórnartíð hanns jukust völd Corleonemanna töluvert þökk sé mikilli heroin sölu. á árunum 1981-83 háði hann hálf opinbert stríð við hinar fjölskyldurnar á eynni og beitti hann öllum brögðum í þeirri viðureign, m.a. lét hann myrða heilan helling af háttsettum embættismönnum og kom sökini yfir á andstæðinga sína. Í þessu stríði sem kostaði hudruðir, ef ekki þúsundir mafíosa lífið, notaðist hann við marga leigumorðingja sem mynduðu hálfgerða “dauðasveit”. Einn meðlima þessarar “dauðasveitar” var Giuseppe “Pino” Greco(1950-1985), til hægri.
Sá kauði var dæmdur sekur um 58 morð og var grunaður um um 300 önnur. Hann var ekki meðlimur Corleone fjölskyldunar heldur annarar Mafíufjölskyldu en vann verk fyrir Riina. Hann var myrtur 1985 af Corleone fjölskylduni. Ég ætla á næstuni, ef ég hef tíma að skrifa grein um Sykileysku mafíurnar. Hinar hefðbundnu Amerísku mafíur bíómyndana blikna í samanburði við þær.
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”