John Wilkes Booth var frægur leikari í Bandaríkjunum líkt og stórstjarna í dag, Lincoln hafði séð hann oft áður leika í leikritum.
Hann var líka fylgjandi CSA og þótti rétt að ríkin sem mynduðu Bandaríkin hefðu rétt á að segja sér út úr sambandinu. Í öðrum orðum hann viðurkenndi rétt Suðurríkjana til að segja sig úr ,,United States" og var mjög ánægður með það þótt hann hafi ekki skráð sig í herinn. Margin telja að hann hafi njósnað fyrir CSA.
Í sambandi við þrælahaldið var hann á móti því að veita þrælum frelsi, þegar John Brown var hengdur í Virginíu fékk hann Virginia National Guard búning að láni og stóð vörð þegar John Brown var hengdur svo að engin gat frelsað hann (John Brown var abolitionist sem þýðir að hann var mikill andstæðingur þrælahalds, hann var gómaður við að ræna skotvopnum úr vopnabúri í Virginiu sem hann ætlaði að gefa þrælum í þeirri von um að bylting gæti átt sér stað).
Hann var líka viðstaddur þegar Lincoln las frægu ræðu sína um afnám þrælahalds í Bandaríkjunum. Eftir þetta byrjaði hann að skipuleggja morðið á Lincoln.
Í stuttu máli var það afnám þrælahalds og tap CSA í Þrælastríðinu sem varð til þess að hann myrti Lincoln.