Náði þér! Fræg forsíða breska “götublaðsins” The Sun, 4. maí 1982 þegar Falklandseyjastríðið stóð sem hæst. Þarna hafði breskur kjarnorkukafbátur sökkt argentíska tundurspillinum General Belgrano, í mannskæðasta atviki stríðsins. Blaðið sem nýverið hafði komist í eigu hins fræga Rupert Murdochs og studdi Thatcher-stjórnina með ráðum og dáð, þótti kynda óþarflega undir heimskulegan þjóðernisrembing og stríðsæsing í þessu stutta stríði.

Þessi forsíða vakti sérstaka hneykslun, því ósmekklegt þótti að fjalla um atburð sem kostaði yfir 300 manns lífið með þessum hætti, eins og um fótboltaleik væri að ræða. Þetta var þó hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem The Sun eða keppinautar þess á borð við Daily Express hneyksluðu, enda löng hefð fyrir öflugri “gulri pressu” í Bretlandi.

http://en.wikipedia.org/wiki/Falklands_War
http://en.wikipedia.org/wiki/Tabloid
_______________________