Gen. Thomas “Stonewall” Jackson var ósigraður til dauðadags, hann var háttsettur foringi í her Suðurríki Ameríku. Margir sagnfræðingar telja að þrælastríðið hafi ekki endað eins og það gerði hefði hann lifað af.
Það er hæpið að halda því fram. Norðurríkin höfðu þvílíka yfirburði í mönnum og hergögnum að þetta hefði varla farið nema á einn veg að lokum. Jafnvel þótt sunnanmenn hefðu á tímabili náð Washington og fleiri mikilvægum stöðum.
Ég efast sjálfur um það að CSA hefðu unnið stríðið en Jackson náði að ferja heilar herdeildir hraðar milli staða heldur en nokkur annar og var ósigraður frá 1861-63. Þegar Lee og Jackson unnu saman voru norðurherirnir langt frá því að vera ósigrandi.
Það er samt möguleiki á að hefði Jackson lifað af hefðu Bretar etv farið í stríð við Bandaríkin og/eða aðrar þjóðir viðurkennt sjálfstæði CSA og þar með friðarsamningur undirritaður. Í stuttu máli þá er það alls ekki út úr dæminu að CSA fengju sjálfstæði.
Hefðu Suðurríkin sent fleig í gegnum norðurríkin alla leið til Kanada og klofið þannig norðuríkin hefðu úrslitin kanski orðið önnur, norðurríkin gerðu það við suðurríkin að þeir ráku fleig í gegnum suðurríkin alla leið til mexíkóflóa, og torvelduðu þannig herdeildum suður að vinna almennilega saman….
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..