Þeir vilja þó að sjálfsögðu hreint ekki gangast við að vera neinir “öfga-hægrimenn”, því það hugtak hefur löngum verið frátekið fyrir menn eins og þennan.vægast sagt kynlega kvist. George Lincoln Rockwell var stofnandi og leiðtogi Bandaríska Nazistaflokksins á sjötta áratug síðustu aldar. Bandaríkin hafa lengi verið gróðrastía fyrir ýmsa furðulega (og á köflum hálf-hlægilega) öfgamennsku, og er Rockwell einn af mörgum tragikómískum fígúrum í því sem kallað er “The Fringe” stjórnmálana þar vestra.
Furðuleg staðreynd er að Rockwell kemur eilítið við Íslandssöguna: Hann var staðsettur í Keflavík á sínum herþjónustuárum, og giftist íslenskri konu, Þóru Hallgrímsson núverandi konu Björgólfs eldri Landsbankastjóra. Eitthvað mun Rockwell hafa talað um “hinn hreina aríska kynstofn” á Íslandi, í anda hinna þýsku fyrirmynda sinna, og tóku síðan aðrir skoðanabræður hans það upp.
Rockwell getur auðvitað ekki á nokkurn hátt talist merkilegur eða áhrifaríkur maður í sögunni. Hann er meira svona “curiosity”, dæmigerður fulltrúi hinnar grátbroslegu sögu Bandarískra Nazista.
http://en.wikipedia.org/wiki/George_Lincoln_Rockwell
_______________________