Riddari himnanna ? Nei, þetta er ekki eitthvað úr hugarheimi Tolkiens eða slíkra höfunda. Þetta er riddari úr her Pólsk-Litháíska samveldisins sem við lýði var á 16-17. öld. Þeir skreyttu sig með arnarvængjum og blettatígraskinnum, og skutu þannig óvinum sínum skelk í bringu.

Pólverjar þóttu síðan eiga eitt besta riddaralið heims, og margsönnuðu það gegn ýmsum andstæðingum á næstu öldum. Enda voru þeir mjög stoltir af riddurum sínum.

Í Seinni heimsstyrjöldinni beið riddaraliðið afhroð gegn betur búnum Þjóðverjum, en þó mun það vera rangt sem oft er haldið fram, að þeir hafi barist heimskulega t.d. með riddaraáhlaupum á skriðdreka - Þeir höfðu fylgst betur með tímanum en svo, og notuðu betri taktík. En urðu samt að láta undan ofureflinu.
_______________________