Án þess að kíkja í bók eða á netið (þar sem það væri svindl), reyni ég að nota útilokunaraðferðina á þetta.
Þetta er ekki Ottómannaveldið, þar sem þungamiðja þess var í Tyrklandi og dreyfðist aðalega þaðan.
Þetta er ekki Alexander því að hann byrjaði í Makedóníu og tók m.a. Egyptaland.
Þetta er ekki innrás Mongóla til vesturs þar sem þeir komu frá norðaustur kína.
Þetta er ekki partur af kínversku Dynasty, þar sem þungamiðja þeirra vara nær alltaf í austur Kína.
Þetta er ekki Persaveldi, þannig séð því það var töluvert stærra á sínum stærsta tíma og teygði sig töluvert lengra vestur.
Þetta er ekki austrómverska ríkið, eða Býsantíska keisaraveldið því það var einnig aðeins vestar.
…Eina sem mér dettur í hug að giska á, án þess að fletta upp á því, er Persaveldi í uppbyggingu/hörfandi(fyrir Alexander M.), eða þá Sassanídar?
Er það rétt?
Ég er að verða forvitinn.