Þjóðverjar sátu um Leningrad og stóð umsátrið frá 1941-1944, en borgin var varin með 930.000 hermönnum sem hindraði áhlaup þjóðverja. Sóknin að Moskvu mistókst einnig og með hjálp vetrarins 1941 tókst Sovétmönnum að brjóta þýsku sóknina á bak aftur og hófu sína fyrstu eiginlegu gagnárás.
En mesta afrekið var þó við Stalingrad, sem var borgin við Volgu sem var það lengsta sem Þjóðverjar komust. Hitler krafðist þess að borgin skyldi hertekin enda gilti hún lykilhlutverki sem bækistöðvar fyrir stuðning við sókina til Kákasusfjalla, einnig var hún mikil iðnaðarborg (þó reyndar var ekki mikið eftir af verksmiðjum eftir orrustuna)en svo var það pólitískt áróðurslykilatriði fyrir báða aðila. Borgin bar nafn leiðtogans Stalíns og Bæði Hitler og Stalín kröfðust sigurs án undantekningar. Aftur kom vetur '42-43 og náðu Sovétmenn að umkringja borgina og svæla Þjóðverja til uppgjafar.
Þjóðverjar höfðu blitzað sig að borginni með leifturstríðstaktík sinni en þarna breyttist hin göfuga hernaðarlist þjóverja í blóðuga götubardaga sem stóð í nokkra mánuði.
Stalingrad var mesti vendipunktur fyrir gang seinni heimstyrjaldarinnar og táknaði upphafið að endinum.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,