Slátra Líbönsku þjóðinni?
Leiðréttu mig ef ég hef rétt fyrir mér, en skiluðu Ísraelar ekki Líbanon aftur sínu landsvæði eftir stríðið þar áður og yfirgáfu landið algjörlega og fólu Líbanon yfirráð yfir því.
Síðan fengu Hezbollah að safna liði og vopnum í 6 ár við landamærin og stjórn Líbanon, vel afvitandi, gerði ekki neitt.
Síðan ræna Hezbollah Ísraelskum hermönnum og skjóta flugskeytum yfir landamærin.
Ísraelar höfðu fullan rétt á því að verja sig og reyna að uppræta þessi hryðjuverkasamtök. Líbanon þurftu ekki að fara svona illa út úr þessu, það eina sem þeir þurftu að gera var bara að hjálpa Ísrael í stríði sínu gegn hesbollah, ekki hjálpa hezbollah við að útrýma Ísrael.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig