Þann 27. apríl 1945 flúði Mussolini fyrrverandi einræðisherra Ítalíu undan bandamönnum á bíl í átt að Austurríki.Kommúnískir skæruliðar sátu fyrir bílnum nálægt bænum Dongo. Mussolini var klæddur í hermannafrakka með stálhjálm og í fínu nýbónuðu leðurstígvélnum sínum. Þau komu upp um hann. Skærluliðarnir fóru með hann á bóndabæ nálægt og einnig Clarettu Petacci hjákonu hans sem hafði beðið um að hitta hann. Næsta dag fór einn skæruliðanna með þau á nálægt sveitasetur. Þar skipaði hann þeim að fara út úr bílnum og miðaði vélbyssu á þau. Byssan stóð á sér. Þá náði hann í aðra vélbyssu og skaut banvænni skothríð á Clarettu.
Þá fletti Mussolini frá sér jakkanum og sagði: “Skjóttu mig í brjóstið”. Skæruliðinn skaut tvisvar og Mussolini var allur.
Svo nokkrum dögum síðar voru lík Mussolinis og Clarettu hengt upp til sýnis. Þarna sjást lík þeirra auk þriggja annara fasista.
Ég er ekki viss en mér sýnist hann vera annaðhvort annar frá vinstri eða lengst til hægri.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,