Þessi innrás hans á Malvinas eða Falklandseyjar var eitthvað það heimskulegasta sem nokkrum þjóðarleiðtoga hefur nokkurntíman dottið í hug.
Á árunum fyrir þetta stríð, voru Bretar til viðræðu um að láta Argentínumenn fá þessi sker, enda ekkert þarna nema 2000 sauðabændur. Alltaf strandaði á “hagsmunum” þessara sauðabænda, en ætli “járnfrúin” hefði látið það aftra sér? Í versta falli var hægt að bjóða öllum eyjaskeggjum land heima á Bretlandi í skiptum.
Galtieri sá hinsvegar rækilega til þess að Bretar munu úr þessu ALDREI sleppa þessum eyjum, búnir að heyja minnisstætt stríð fyrir þær.
Fyrir utan það að láta nokkur þúsund Argentínumenn “hverfa” á valdatíð sinni, er þetta það versta sem hann gerði landi sínu. Falklandseyjar eru nú jafn “harð-breskar” eins og Gíbraltar-klettur!
_______________________