Já, flott sjón, alveg ótrúlegur andskoti.
En ekki síst er það ótrúlegt í dag, hvernig öll kjarnorkuveldi þessa tíma gátu farið með náttúruna. Rússar þarna í Íshafinu og í eyðmörkinni í Kazhakstan, Kanar á Kyrrahafinu og í Nevada eyðimörkinni. Svo sprengdu Bretar líka einhverjar í áströlsku eyðimörkinni, með leyfi þarlendra stjórnvalda.
Tilraunastaðirnir eru enn í dag geislavirkir yfir hættumörkum, og fólk sem býr í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá þeim er að fá krabbamein og hvítblæði sökum úrfallsins sem varð á sínum tíma.
Eins og margir vísindamenn bentu á, og hefur nú rækilega sannast, er það hreinasta brjálæði að sprengja tug-megatonna vetnissprengjur í andrúmslofti jarðar. Þó þetta væri vissulega mjög tilkomumikið, er það mikil mildi að menn tóku sönsum og hættu þessu.
_______________________