Örlagastund Skýjaður morgunn þann 2. september 1945, á dekkinu á bandaríska orrustuskipinu Missouri, sem lá fyrir akkerum á Tókýóflóa.

Innan við mánuður er liðinn frá kjarnorkusprengingunum í Hiroshima og Nagasaki, og japönsk sendinefnd er mætt til að undirrita formlega uppgjöf síns lands. Land þeirra er gersigrað og borgir þess í rjúkandi rústum.

Með undirrituninni lýkur loks Seinni heimsstyrjöldinni, víðtækustu og mannskæðustu styrjöld í sögu mannkyns. Ný heimsskipan tekur við þar sem Bandaríkin og Sovétríkin hafa drottnunarstöðu í stað gömlu Evrópuveldanna.

Þessum atburði er nánar lýst hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Japanese_Instrument_of_Surrende
_______________________