Eins og ég segi, þetta hefði alveg meikað sens ef þessu hefði verið fylgt eftir, semsagt verið fyrsti parturinn af víðtækari aðgerðum á Miðjarðarhafi. En eftir þetta sneri Hitler sér að Rússlandi, og Rommel sat eftir í NorðurAfríku með allt of lítið lið til að geta unnið Súez-skurð. Svo var látið nægja að hamra á Möltu úr lofti, aldrei reynt að taka eyjuna, sem hefði átt að vera forgangsverkefni. Og árás á Gíbraltar kom aldrei til alvarlegrar athugunar, m.a. vegna þess að Spánverjar héldu í hlutleysi sitt og neituðu að aðstoða. Afleiðingin var að Bretar töpuðu aldrei flotayfirráðum á Miðjarðarhafi og gátu því stöðugt eflt lið sitt á svæðinu. Krít ein og sér var ekki mikilvægari en svo að Bretar reyndu aldrei að ná henni aftur, Þýskt lið var ennþá þar í stríðslok.
Málið var bara að Hitler hafði fremur lítinn áhuga á þessu svæði, einbeitti sér að Rússlandi. En það er áhugaverð pæling hvernig hefði farið hefði hann frestað Rússlandsinnrásinni og beitt sér þarna af fullum krafti.
Varðandi Ítalíu, þá minnir mig að þeir hafi veitt einhverja flotaaðstoð við töku Krítar, sem kom þó að takmörkuðu gagni því breski flotinn var einfaldlega miklu betri. Hjá Ítölum fóru stærð og gæði flotans alls ekki saman.
_______________________