Ólíklegt er þó að þessi hljóti nokkurntíman þau örlög, því Volgograd hét áður Stalíngrad, og þar var ein svakalegasta orrusta mannkynssögunnar háð frá hausti 1942 fram í febrúar 1943. Líklega úrslitaorrusta Seinni heimsstyrjaldar.
Nikita Kruschev og félagar létu breyta nafni borgarinnar árið 1961, og var það þáttur í svokallaðri “af-stalíniseringu” þeirra. Mörgum þótti hinsvegar hér of langt gengið, í ljósi sögufrægðar borgarinnar. Hafa síðan jafnvel komið fram tillögur um að breyta nafninu aftur, burtséð frá illu orðspori Stalíns.
Ólíklegt er að þetta muni nokkurntíman ganga eftir, en styttan stendur.
_______________________