Þessi mynd er af brú í París, ég man ekki í augnablikinu hvað hún heitir en takið vel eftir ljósastaurunum, kristall í staðinn fyrir gler og svo brúar stöplarnir, gull efst. Í bakgrunni er ef mig minnir rétt, Hersjúkrahús.
Rakst á þessa gömlu mynd við leit að öðru. Var í París fyrir nokkrum dögum, þekkti brúnna á myndinni og varð því bara að kommentera ;)
Þetta er Pont (Brú) de Alexander III. Þið eruð hinsvegar að tala um Invalides, sem er þarna rétt hjá. Það er risastór og eldgamall herspítali og nú stríðsminjasafn, auk þess sem þar er heljarstór kirkjuhvelfing með gröf Naflajóns og fleiri frægra franskra stríðsmanna.
Af öllum sögustöðum sem ég sá í Parísarferð minni var Invalides sá áhrifamesti, og gæti vel verið að ég skrifaði greinarstúf um það á næstunni :)
Það er rétt að fólk þarna ber mjög mikla virðingu fyrir sögunni. En þar að auki er allt upplýst þarna í miðborginni, og aldrei langt í næsta löggubíl. Það fremur enginn skemmdarverk án þess að nást og vera í verulega vondum málum, ólíkt því sem hér gerist.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..