Sagrada Familia kirkjan í Barselona er rómversk - kaþólsk kirkja byggð í gotneskum byggingastíll, að mínu mati er þetta ein fallegast kirkja sem ég hef séð.
Þetta er án efa fallegasta kirkja sem ég hef farið í(hef farið í þónokkrar).
Má kannski benda á það að byggingu kirkjunnar er hvergi nærri lokið og þar af leiðandi mjög erfitt að finna mynd af henni án byggingakrana. Arkitekturinn er sjálfur Antoni Gaudí en hann byrjaði á verkinu árið 1883 en vann að verkinu í 40 ár og af síðustu 15 árum hans vann hann í engu öðru verki en kirkjunni. Annars má sjá margar byggingar í Barcelona eftir hann (örugglega víðar) hver aðra fegurri. Áætlað er að verkinu ljúki 2026 en þá er einmitt öld síðan Gaudí lést.
Þess má líka til gamans geta að arkitektinn var með vinnustofu sina inní kirkjunni og þegar að það kviknaði í þarna glötuðust allar teikningar og allt sem var búið að plana… Ekki bætti úr skák að arkitektinn var látinn. Svo það þurfti að endurskipuleggja allar nema 1 hliðina.
Þetta læri eg þegar að eg fór að skoða kirkjuna þegar að eg fór síðast út.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..