Þetta er ekki Notre Dame. Loksins get ég sagt “Ég hef komið þangað” á þessu áhugamáli, mikið var. En þetta er ekki hún, þetta er einhver önnur kirkja.
Gaman að segja frá því að þegar ég var þarna að versla mér einhvern Parísarbol og að sjálfsögðu talandi íslensku við fjölskylduna, þá þekkti einhver sölukarl íslenskuna. Kom manni alveg í opna skjöldu þegar hann sagði “You from Iceland?”, bæði vegna þess að hann þekkti málið og að Frakkar eru kannski ekki best þekktir fyrir hæfileika sína í ensku :) sem maður fékk nokkrum sinnum að kenna á, gjörsamlega tómir í ensku.