Tekið úr Lifandi vísindi nr. 3/2006
“Berlín vorið 1945: Úrslit heimsstyrjaldarinnar eru ráðin. Úr austri nálgast Rauði herinn óðfluga Berlín, og bandarískar og breskar flugvélar láta sprengjum rigna yfir höfuðborgina í síminnkandi veldi Adolfs Hitlers.
Í þessu feiknarlega sprengjuregni láta 2000 borgarbúar líf sit. Valdhafar eru samt með meiri áhyggjur af afdrifum Ríkisbankans. Þar geyma nasistar ótrúleg auðævi í tonnatali gulls og stöflum af erlendum gjaldeyri - svo ekki sé minnst á eðalsteina og tannagull úr útrýmingarbúðunum.
Eftir sprengjuárásirnar verður bankastjórinn Walter Funk uggandi um öryggi auðæfanna. Hann sannfærir Hitler um að flytja verði gullið úr borginni eigi það ekki að glatast. Fyrst eru flutt um 250 tonn af gulli, 1.000 sekkir með peningaseðlum og 400 tonn af öðrum gersemum, frá m.a. söfnum í Berlín, til saltnámu í Merkers í suðaustur Þýskalandi. En þann 4. apríl náði Patton saltnámunni á sitt vald og klófesti fjársjóðinn. Í Ríkisbankanum var þó enn nokkuð eftir af gulli. ”
Það er ekkert smá sem þeir hafa átt af gulli. En í dag er talið að 3,7 tonn af nasista gullinu sé enn ófundið og eru víst margir sem hafa leitað í mörg ár án þess þó að finna neitt, en hver veit;)