krossferðirnar voru farnar á seinni hluta miðalda eða rétt fyrir tólftu öldina. Á sama tíma og menning Evrópu var að rísa eftir hinar svo kölluðu Myrku aldir og borgir byrjuðu að myndast; því fólksfjölgun var mikil miðað við plágur, fátækt og sult. Á tíma myrku aldanna í Evrópu voru mið-austurlöndin að sækja í sig veðrið og ríki og menning Múslima byrjaði að blómstra og stækka. Á því skeiði blómstruðu borgir út um allt og moskur risu upp hver á eftir annarri. Árið 626 ná múslimar Jerúsalem á sitt vald. Múslimir leyfðu þó kristnum mönnum og pílagrímum yfirleitt að heimsækja borgina helgu þar seim þeir voru yfirleitt mjög umburðarlint fólk. Þetta breyttist hins vegar árið árið 1071 þegar Tyrkir (seldsjúkar) náðu Borginni helgu. Á þessum tíma í tyrklandi voru ýmis innbyrðis vandamál milli shíta og súnní múslima Sögusagnir bárust fljótlega til Evrópu um hvernig þeir rændu og drápu pílagríma sem voru í borginni. Mikillar reiði varð vart í Evrópu og í tilefni af því að Alexius I's keisari Bysanska ríkisins (hinu Austrómverska ríki) bað um hjálp árið 1071 og stuttu seinna töpuðu Bysanar fyrir múslimum í bardaganum um Manzikert og leiddi það til loka bysanska ríkisins. Brást Úrban páfi II þá við og lýsti yfir stríði í nafni Heilags Anda árið 1095, í fyrsta sinn í sögu káþólsku kirkjunar. Þetta efldi lénsherra, kónga og aðalsfólk til þess að ráðast á hið heilaga land og vinna það aftur úr höndum Tyrkja. Það voru Þó Aðalega Bretar, Frankar og germanar sem brugðust við kalli páfans.
ath að ofangreindur texti er hluti úr grein sem ég er nýlega byrjaður að skrifa á íslensku wikipediu.
Nei bara pæling.