Hawker Typhoon var alveg drullugóð rella. Var upprunalega hönnuð sem hraðfleyg orrustuvél sem átti að leysa Hurricane og jafnvel Spitfire af, en reyndist ekki nógu vel í því hlutverki. Þá var hún sett í ground-attack hlutverkið, þar sem hún reyndist frábærlega.
Hún þótti einmitt sérlega góð með eldflaugarnar. Á þeim tíma var ekki búið að finna upp skammstafanirnar um flugskeyti (AAM - Air to Air Missile, SAM - Surface to Air Missile, eða ASM - Air to Surface Missile).
Enda skipti það ekki máli í þessu tilfelli, því Typhoon bar ekki flugskeyti (guided missiles), heldur eldflaugar (þá kallaðar “rockets”, nú “unguided missiles”).
Fyrstu “ASM” voru þýsku flugsprengjurnar, sem sleppt var úr flugvél í öruggri fjarlægð og síðan fjarstýrt að skotmarki með stýripinna. Þjóðverjum tókst t.d. að sökkva ítalska orrustuskipinu Roma með slíkum sprengjum árið 1943.
_______________________