Ég efast um að hægt sé að kalla þetta landflæmi “veldi” í sama skilningi og síðar varð, því stjórnin á þessu hlýtur að hafa verið mjög losaraleg.
Á stórum landflæmum innan þessa veldis hafa líklega heilar kynslóðir af frumstæðum samfélögum lifað og dáið án þess að heyra mikið minnst á Genghis eða Kublai Khan.
Eitt enn (og ferlega leiðinlegt að vera alltaf að setja útá pirrandi smáatriði): Á íslensku er fljótið Danube alltaf nefnt Dóná. Ekki spyrja mig afhverju, en svoleiðis er það bara ;)
_______________________