Napóleon Bonaparte Napóleon Bonaparte fæddist á eynni Korsíku í Miðjarðarhafi og dó á Sankti Helenu í Atlantshafi. Á þessari mynd sést hann krýna sjálfan sig keisara í Frúarkirkjunni í París, 2. desember 1804. Þá á sama tíma breytti hann eftirnafni sínu, Buonaparte í Bonaparte. Buonaparte átti víst að hljóma of ítalskt. En á hátindi ferils síns 1812 ríkti Napóleon yfir Evrópu frá Eystrasalti suður yfir Róm og frá landamærum Portúgals til landamæra Rússlands í austri. Lokaorrusta hans var sú við Waterloo og eftir hana var hann sendur í útlegð til Sankti Helenu. Þetta er örugglega einn merkasti Frakki, þó hann hafi í raun ekki verið Frakki. Korsíka tilheyrði ekki Frakklandi þá, var það nokkuð? Þó Jóhanna af Örk veiti honum mikla samkeppni.