Vlad Dracula/Tepes var Rúmenskur/Transylvanískur stríðsherra og prins af Valakíu. Hann barðist gegn Tyrkjum Ottómanlýðveldsins og leiddi heri sína oft til sigurs. Hann var einnig mjög grimmur og fékk nafnið Tepes eða stjaksetjarinn vegna þess vana að stjaksetja andstæðina sína. Þ.e. mennirnir voru látnir uppá oddhvassa tréstaura sem þrýstust í gegnum líkamann, oft í gegnum endaþarm eða kynfæri. Hann notaði þessa aðferð jafnt á andstæðinga sem bandamenn og alla sem honum líkaði ekki við. Sagan segir að á kvöldin eftir að hann hafði stjaksett fjöldann allan af fólki hafi hann látið fara með kvöldmatinn sinn út og borðað hann meðal líkanna. Bram Stoker byggði sögu sína um Drakúla á Vlad. Hann (Vlad) var uppi árunum 1431-1476.