Á “nótt hinna löngu hnífa” árið 1934 losaði Hitler sig við enn
fleiri andstæðinga. Forystumenn Stormsveitanna, SA
(Sturmabteilung) eða Brúnstakka voru drepnir þessa nótt
vegna þess að Hitler taldi þá vera að brugga sér launráð.
Þegar SA hafði verið knésett var Hitler allsráðandi innan
nasistaflokksins. Einnig lét hann taka af lífi aðra andstæðinga stjórnarinnar. Í
misheppnaðri tilraun til að hrifsa völdin í Austurríki myrtu
nasistar forsætisráðherra landsins, Engelbert Dollfuss.
Sjálfstæði Austurríkis stóð á brauðfótum er nasistar héldu
áfram að þrýsta á um sameiningu Austurríkis og Þýskalands.
Hindenburg, forseti Þýskalands dó í ágúst og Hitler gerði sig
að Foringja (Führer) og Ríkiskanslara (Reichskanzler). Í
kosningunum sem fylgdu í sama mánuði samþykktu meira
en 90% Þjóðverja aðgerðir hans. Á þessu eina ári, 1934 hafði
vald Hitlers vaxið gífurlega og þar sem hann hafði nú allt vald í
Þýskalandi og einnig stuðning fólksins gat hann farið að huga
að landvinningum og útþenslu þriðja ríkisins svokallaða,
Þýskalands.