Focke-Wulf FW 190
Stórkostleg vél á allann hátt en félagi minn sem er mikill áhugamaður um flugvélar var eitthvað að tala um að aðal gallinn við þessa annars frábæru vél væri það að þessi svakalegi 14 sílendra BMW mótor sem var í henni átti það til að hitna all svakalega.
En þjóðverjar elskuðu þessa vél af því að hún hafði allt. Hún var hraðari, betri að dýfa og klifra, létt að lenda og taka á loft, hún var ótrúlega lipur (nema þegar hún var vel hlaðin, en þjóðverjar áttu það til að auka brynvörn og byssur) og hafði þann stóra bónus að maður sá vel út úr klefanum.
Svona vélar flugu stundum 2 og 2 saman og grilluðu heilu flugsveitir breta.