Rétt, en að auki höfðu Þjóðverjar nákvæmlega enga reynslu í svona risavöxnum yfir-sjávar innrásaraðgerðum eins og þessi hefði þurft að vera, og áttu engin tæki til þess.
Ef til hefði komið, hefði innrásarfloti þeirra ekki verið mikið glæsilegri heldur en “flóttafloti” breska landhersins frá Dunkirk. Kíktu á þetta:
http://www.flin.demon.co.uk/althist/seal1.htm Það var því algert grundvallarskilyrði fyrir innrás Þjóðverja í Bretland, að þeir næðu algerum loftyfirráðum, en eins og við vitum mistókst það.