Ekki æsa þig þessu maður, flest allt sem Rússar gerðu á eftirstríðsárunum var meira eða minna stolið frá vesturlöndum. “Meira eða minna” segi ég vegna þess að þeir bættu nú sínu sér-rússneska “touch-i” á þessar græjur. Það er rétt hjá þér að AK-47 riffillin var hannaður uppúr hinum þýska MP-44, en fyrrnefnda vopnið var nú samt bæði einfaldara í fjöldaframleiðslu og áreiðanlegra við erfiðar kringumstæður (eins og oft vill verða með rússneska hönnun - keyrðir þú aldrei rússajeppa eða lödu?)
Nokkur dæmi um góðar rússneskar útfærlsur á “þýfi”:
Tu-4, fyrsti rússneski “intercontinental-bomberinn” var að flestu leyti hrein kópía af B-29.
MiG-15 var hönnuð uppúr þýskum Messerschmitt teikningum, svo settu þeir breskan Rolls-Royce hreyfil í hana.
Fyrstu langdrægu flugskeyti Rússa voru kópíur af þýskum V-2 (en reyndar var það sama sagan hjá Könum!)
Fyrsta kjarnorkusprengja Rússa var kópía af “Fat Man”, Nagasaki-sprengjunni.
Maður verður bara að dást að útsjónasemi þeirra við að stela öllu steini léttara og laga það svo að sínum þörfum, en til þess þurftu þeir að sjálfsögðu tækni- og vísindalið í fyrsta klassa!
_______________________