Rosalega gaman, eitthvað sem maður er í for life, en núna undanfarin 2 til 3 ár hef ég nánast algjörlega einbeitt mér að uppeldi barna minna þriggja og ég fæ mjög lítið frí nema á kvööldin eftir 21:30 eða þegar þau eru sofnuð, en ég kenni skyndihjálp alltaf reglulega til að viðhalda þekkinguni og að hnoða og blása sjálfur því maður verður alltaf að æfa það mjög reglulega!
En þetta er lífsstíll og það myndast ofboðslega sterk heild innan sveitanna eins og gerist hjá hermönnum, menn bindast vinaböndum for life og þó svo að ég hafi dottið mikið úr starfi þá eru þeir í fallhlífarhóp og sjúkrahóp alltaf að toga í mig að koma og halda sambandinu og það er mér svo mikils virði!
Ef þú hefur áhuga á svona, ferðamennsku, skyndihjálp, jeppum osfrv. þá endilega skelltu þér í svona auk þess að þetta gefur manni mikinn aga og þekkingu!
Kær kveðja,
L