Það er ekki hægt að segja að DeGaulle hafi á neinn hátt verið ábyrgur fyrir tapinu gegn Þjóðverjum. Þvert á móti, ef að franska herforingjaráðið hefði hlustað betur á hann fyrir stríð og í byrjun þess, hefði líklega ekki farið svona illa.
Svo má bæta því við að DeGaulle var ekki bara frægur fyrir verk sín í WWII. Hann varð forseti Frakklands á miklum átakatímum eftir stríð, annaðhvort elskaður eða hataður bæði heima og erlendis. En örugglega lang-áhrifamesti stjórnmálamaður Frakklands á síðustu öld.
_______________________