Landtökur Rómverja hófust eitthvað í kringum árið 264 f.Kr. þegar svokölluð púnversku stríðin riðu yfir. Í fyrsta stríðinu fengu þeir yfirráð yfir Sikiley, Norður-Ítalíu, Sadriníu og Korsíku. Í öðru stríðinu fengu þeir Spán á sitt vald en það stríð hófst 201 f.Kr. Næstu tværi aldirnar lögðu Róverjar undir sig Balkanskagann (Makedónía og Grikkland), Tyrkland (Litla-Asía á þeim tíma), löndin fyrir botni Miðjarðarhafs (Sýrland, Egyptaland og Palestína) og strönd Norður-Afríku. Á 2.öld e.Kr. hélt veldi Rómar enn að rísa og náði þá hámarki. Rómvarveldi náði þá frá Englandi, um Rínarlönd og Mið-Evrópu, austur til MEsópótamíu, suður til Egyptalandsm um norðurströnd Afríku og til Portúgals og Spánar. Fall Rómar er frekar flókið, en það tengist því að rómverski herinn hafði ekki eins mikið að gera og vanalega en samt var fjölgað í hernum. Þar af leiðandi voru skattar hækkaðir til að geta borgað hermönnum ýmis búnað. Minnkandi framboð á þrælum gerði vinnuafl dýrara, bændur tóku upp sjálfsþurftarbúskap í stað markaðsframleiðsu og farsóttir hjuggu skörð í raðir Rómverja. Rómaveldi féll vegna innri veikleika. Þetta er svona það helsta sem ég veit, kannski þú nennir ekki að lesa þetta.