Papýrusbrot eftir Heródótos Sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (um 490-425 f.Kr.) er fyrsti sagnaritarinn sem varveitt er heillegt verk eftir og er hann stundum nefndur faðir sagnfræðinnar. Meginviðfangsefni Heródótosar var stríð Grikkja við Persa og orsakir þess að Grikkir lentu í átökum við stórveldið, en Heródótos fjallar einnig þónokkuð um menningu nágrannaþjóða Grikkja, t.d. Egypta. Myndin sýnir papýrusbrot sem varðveitir frásögn Heródótosar af þeirri hefð Egypta að varðveita jarðneskar leifar yfirstéttafólks sem múmíur.
___________________________________