Fiat M 13/40 medium tank (ítalskur)
Þetta var aðalskriðdreki Ítala í seinnar stríðinu og voru framleiddir um 800 eintök af honum. Hámarkshraðinn var um 32km/klst og hámarksbrynvörn um 42mm að framan. Hann var búinn fjögurra manna áhöfn og 47mm fallbyssu fasta í boddíinu á drekanum, var hann einnig búinn tveim 8mm vélbyssum þar af var önnur í turninum. 47mm byssan var bandamönnum hættuleg en drekinn var samt of lítið brynvarinn og of óáreiðanlegur tæknilega þegar á reyndi. Hann hætti til að verða að báli við jafnvel einungis vélbyssuhrinu óvinarins auk þess sem hann var mjög þröngur fyrir hina fjögura manna áhöfn sem oft á tíðum komust hvorki fram né til baka vegna bilanna, því var hann óvinsæll meðal húsbónda sinna en þrátt fyrir allt það, ekkert, sem bandamenn gætu annað en borið virðingu fyrir sökum hinar 47mm byssu og miklu hetjulegri framgöngu ítölsku skriðdrekamannanna, en hin almenna þjóðsaga gefur tilefni til að ætla!