Með kveðju,
Sagnfræði
Þeir sem eitthvað þekkja til hernaðarsögu síðustu aldar kannast við hinn fræga rússneska árásarriffil AK-47 sem lítið hefur breyzt síðan hann var fyrst tekinn í notkun 1947 (reyndar er AK-47 upphaflega hannaður eftir þýzka árásarrifflinum MP-44, öðru nafni Stg. 44, en það er önnur saga). Sömu menn ættu einnig að kannast við þýzku vélbyssuna MG-42 sem talin er bezta þunga vélbyssa seinni heimstyrjaldarinnar. Það sem menn vita hins vegar allajafna ekki er að þessi vélbyssa mun enn vera notuð í þýzka hernum meira en 50 árum eftir að hún var fyrst tekin í notkun. Myndin hér að ofan sýnir þýzkan hermann í brynvagni sem er hluti af friðargæzluliði NATO í Kosovo. Vélbyssan við hlið hans er einmitt fyrrnefnd MG-42. Gera má fastlega ráð fyrir að byssan hafi eitthvað verið endurbætt síðan í stríðinu, en þær endurbætur hafa þó ljóslega ekki verið það miklar að ástæða hafi þótt til að breyta nafninu á henni og heitir hún því enn MG-42