______________________________
Sagnfræði
Þrakíumenn voru af indó-evrópskum uppruna og réðu stóru svæði milli Norður-Grikklands og S-Rússlands á 6. og 7. öld f.Kr. Þeir áunnu sér orðstír fyrir afburða hermennsku og voru teknir í þjónustu Persakeisara. Þrakíumenn börðust aðallega sem létt fótgöngulið og léttriddarar og reyndust öflugir liðsmenn Persa.