Látum okkur sjá… *Delenn rifjar upp það sem hún lærði í menntaskóla á sínum tíma*
Það var víst búin að vera mikil þjóðernishyggja í langan tíma í Evrópu, alveg síðan á 19. öld að minnsta kosti. Mörg lítil ríki voru farin að berjast fyrir sjálfstæði sínu (þar á meðal Ísland!) Þannig að óánægjan kraumaði víða í Evrópu…
Síðan gerðist það að Franz Jósef keisari Austurríkis-Ungverjalands (sem þá náði yfir það sem við þekkjum í dag sem Austurríki, Ungverjaland, Tékkland & Slóvakíu, plús öll gömlu Júgóslavíu-ríkin) var ráðinn af dögum, þegar hann var í opinberri heimsókn í Sarajevo.
Þetta var eiginlega dropinn sem fyllti mælinn, og eftir þetta braust fyrri heimsstyrjöldin út.
Ég er hinsvegar ekki alveg klár á því hvernig þetta var fyrir utan Evrópu, ég veit bara að breska heimsveldið kom þar við sögu. Einnig Japan og Kína að ég held. Hér verða fróðari menn en ég að taka við… :)