Sæl verið þið.
Hjásögulegar spurningar eru oftast mjög þröngsýnar, ef svo má að orði komast, og einblína oftar en ekki á pólitíska atburði og einstaklinga. Þess vegna eru algengstu hjásögurnar, og þessar hafa oft komið upp hér á huga; hvað ef Hitler hefði ekki fæðst, hvað hef Þjóðverjar hefðu unnið fyrri heimsstyrjöldina eða þá seinni og svo framvegis. Ég lagði fyirr ykkur álíka hjásögulega spurningu til umræðu fyrir einhverju síðan og hér kemur önnur. Þessi er hins vegar af öðru tagi.
Hvað ef svarti dauði hefði orðið 99% af íbúum Evrópu að bana á 15. öld?
Hvernig hefði orðið fyrir konungsríkjunum í V. Evópu sem þá höfðu náð að mynda talsvert öflugt miðstjórnarvald? Hvernig hefði farið fyrir kristinni trú í Evópu og heiminum? Er hægt að fullyrða að múslímskir Arabar og Tyrkir hefðu lagt undir sig álfuna frá Konstantínópel til Þrándheims? Hvernig hefði saga Evópu farið eftir slíka yfirtöku?
Hvernig hefði saga álfunnar, keyrð af annarri menningu en þeirri kristnu, grísk-rómversku, germönsku og slavnesku, þróast í aðra átt en sú sem í raun gerðist (þ.e. endurreisn og landafundir - upplýsing - kapítalismi - iðnvæðing og heimsvaldastefna)?