Hefur einhver lesið bók Garðars Sverrirssonar “Býr Íslendingur hér?”, byggð á sögu Leifs Müller sem var hnepptur í þrældóm hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni? Þetta er ein áhrifamesta bók sem ég hef nokkurn tíman lesið og lýsingarnar eru svo ógeðslegar og ómannúðlegar að það lá við að ég gubbaði á nokkrum stöðum. Eftir að hafa lesið þetta þá finnst mér þeir sem eru að kvarta yfir lélegri aðstöðu á Litla-Hrauni vera ómerkilegir og vanþakklátir fyrir það sem þeir hafa.
Mér finnst að allir borgarar þessa samfélags ættu að lesa þessa bók því að hún gerir það svo ljóst hvað við höfum það virkilega gott í dag.<br><br>“Þeir eru hálvitar. Þeir greiða sér.”
H. Laxness-Vefarinn mikli frá Kasmí