Það er fátt sem bendir til þess að Platon hafi íraun og veru viljað koma á því stjórnkerfi sem hann lýsir í <i>Ríkinu</i>, en þar ræður fámennur hópur sprenglærðra heimspekinga öllu. Þetta fyrirkomulag hefur aldrei verið reynt, hvað þá viðhaft.
Seinna skrifaði Platon samræðurnar <i>Stjórnmálamanninn</i> og <i>Lögin</i> og þar hefur hann gerst málsvari réttarríkis af allt öðru tagi en lýst er í <i>Ríkinu</i>. <i>Lögin</i> voru það síðasta sem hann skrifaði.
En hvað um það. Platon mun hafa þekkt til ungs harðstjóra á Sikiley og heimsótti hann. Platon mun hafa reynt að hvetja unga manninn til að verða göfugur og skynsamur stjórnandi, en það mistókst honum að gera.
Ef til vill komst Markús Árelíus Rómarkeisari næst því að vera menntaður einvaldur <i>a la</i> Platon. En Markús Árelíus var heimspekingur auk þess að vera afbragðskeisari, nánar tiltekið stóuspekingur.
Svo reyndi Karlamagnús einnig að vera menntaður einvaldur og safnaði um sig menntafólki með svo miklum ágætum að úr varð endurreisnartími, svokallaður “karolingískur renaissance”. En að öðru leyti held ég að stjórn hans hafi lítið átt sameiginlegt með hugmyndum Platons.<br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________