Svolítill Hitler húmor
Sæl öll.
Mátti til með að deila þessum litla brandara með ykkur. Ég var að lesa mér til skemmtunar bók eina mjög vafasama sem heitir “I Was Hitler's Maid” eftir Pauline Kohler sem segir frá því er höfundur var stofustúlka hjá Adolf Hitler í Berchtesgaden. Á að vera skrifuð eftir að höfundur “slapp” úr vistinni og lýsir því sem fram fór innan dyra að hennar sögn, m.a. hinum “stórfenglegu ástarævintýrum foringjans” með hinum ýmsu konum! Bókin er sennilega gefin út um 1939-40 og er hin skemmtilegasta lesning ef menn hafa gaman af sjálfsupphefjandi lygi í bland við hálfsannleik og ýkjur :-)
Allavega, það sem mér fannst fyndið var að á einum stað lýsir frú Kohler því þegar ein af hinum stórfenglegu ástkonum foringjans ákvað að spila eilítið með ástmann sinn og hleypti stórum páfagauk inn í fuglahús foringjans þar sem hann átti safn af fágætum fuglum og hafði að sögn unun af því að eyða þar stund í hvarfi frá annríki dagsins. Þetta hefði kannski ekki verið svo mikið mál að öðru leyti en því að ungfrúin var búin að þjálfa þennan tiltekna páfagauk í að æpa “I am the Führer” “I am the Führer” í sífellu! Höfundurinn segir að þetta hafi skapað “a very lively first five minutes after Hitler came into contack with the bird.”
Bara svolítill húmor sem eflaust er loginn, en sagan er góð fyrir því. Mjög myndrænt grín
obsidian