Sælir,
Hann samdi aldrei neitt lag. hann er hins vegar titlaður sem höfundur að nokkrum lögum vegna þess að það var samningsatriði ef hann syngi lögin. Málið er hins vegar ekki lögin sem slík beint heldur hvernig hann flutti þau, stíllinn. Mörg af þeim lögum sem slógu í gegn með Elvis voru gömul og höfðu áður verið flutt af öðrum tónlistarmönnum en ekki slegið í gegn. þau slógu hins vegar í gegn með Elvis. Dæmi um slík lög eru t.d. tvö vinsælustu lögin með honum, Don´t Be Cruel og Hound Dog. Bæði þessi lög höfðu verið samin upphaflega fyrir aðra tónlistamenn en ekki fengið náð fyrir augum almennings fyrr en Elvis söng þau. Önnu lög eru t.d. Love Me Tender sem var gamalt lag síðan í borgarastyrjöldinni með nýjan texta. Það er því vart hægt að néita því að áhirf Elvis hafi verið mikil enda ekki rétt að mæla það í fjölda laga sem hann samdi heldur stílnum sem hann kom á framfæri. Þess má að lokum geta að Elvis mun hafa sungið yfir 1.000 lög á ferlinum.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
“And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude.” -Thomas Jefferson