Hér ætla ég að skrifa um hýeróglýfur, kallið mig brjálæðing en ég
er það ekki. Þetta er ekki ritstuldur af netinu heldur kemur þetta
allt úr margvíslegum bókum s.s. menning fornþjóða.
Hýeróglýfur
I. Hvað merkir orðið Hýeróglífa?
Orðið Hýeróglífa er komið úr forngrísku og merkir einfaldlega
„helgiristur” eða „helgar rúnir.”
II. Hvað er Hýeróglífa?
Hýeróglífa er rún en eitt tákn getur þýtt margt t.d.hringur með
hring innan í þýðir sól, tími, ljós og dagur, en ef striki er bætt
undir Hýeróglífu þýðir það táknar táknið merkingu táknsins t.d. sól
með striki undir þýðir sól en ekki sól, tími, ljós og dagur.Til að
vita í hvaða átt á að lesa Hýeróglífur á maður t.d. að líta á í
hvaða átt höfuð á dýri, fugli eða manni snýr t.d. ef tákn af
íbisfugli snýr höfðinu til vinstri á að lesa frá hægri-vinstri
vegna stefnu haussins. Ef táknið snýr öfugt við það á að lesa frá
vinstri-hægri. Ef táknin eru hins vegar aðeins eitt - þrjú saman en
langt niður þá á að lesa ofan frá og niður. Það eru til yfir 700
tákn en ef rita á nafn þarf að hafa mikla kunnáttu á ritun og
framburði tákna. Til þess að verða prestur eða ritari þarf
ritaranám sem kennt var í hofum en þar lærði maður ritun, veiðar
o.fl. en veiðarnar voru til hreyfinga frá því að sitja og skrifa
allan daginn.
III. Notkun Hýeróglífna.
Hýeróglífur voru aðalega notaðar í gröfum, hofum og á hallarveggjum
og til þess að skrifa niður samtal í höllinni.
IV. Staðreynd um Hýeróglífur.
Staðreyndin er sú að engir sérhljóðar eru til en í stafrófum eru
viss arabísk tákn tekin úr stafrófinu og sérhljóðum bætt í staðin,
en þrátt fyrir það vantar sérhljóðana e og o.