Ég er pínu-pirraður… hef undanfarnar nætur verið að dunda mér við að horfa á einn eða tvo þætti af “World at War” fyrir svefninn.

Nú í kvöld var það Kyrrahafstríðið. Mikið um Iwo Jima. Fullt af gömlum US Marines, kjökrandi að lýsa því hversu “like hell” þessi þessi litla elfjallaeyja, með sínum svörtu söndum og enga gróðri (í raun bara stór Surtsey) hefði verið fyrir þá. Ekki skal ég gera lítíð úr hetjuskap þessara manna.


…Nema kannski með að benda á að þeir börðust í tæpan mánuð, í sæmilegum hita, vel aldir og studdir að öllu leyti af feykilegum flota & flugher síns lands. Spítala-skipum & alles.

Það er ekki eins og þeir hafi verið vondir þýskarar í Stalíngrad í fjóra mánuði, í allt að 40 gráða frosti, umkringdir og sveltir?


…Ekki myndi ég nú samt dirfast nefna þetta við neinn af þessum US Marines köllum sem enn eru á lífi. Þeir gætu líklega sprottið uppúr hjólastólnum og steindrepið mann m/berum höndum! :)
_______________________