Þó að maður geti breytt heiminum með því að drepa eitt fiðrildi fari maður aftur í tímann, þá breytir það engu um orðinn hlut (þar sem við getum ekki farið aftur í tímann).
Ef þú færir aftur í tímann og dræpir einhvern eða breyttir einhverju þannig að Stalíngrad hefði ekki verið vendipunktur í stríðinu, eða El Alamein eða Normandy ef út í það er farið, þá er þíðir það ekki að eins og tímaröð sögunnar þróaðist í raun og veru var þessi atburður og hinir vendipunktar.
Þannig er hægt að vega og meta aðalatriði frá aukaatriðum um orðna hluti, burtséð frá því hvað hefði og hefði ekki getað gerst ef öðruvísi hefði verið haldið á spilunum. Fortíðin (ekki sagan) er einn af fáum hlutum sem við fáumst við sem ekki er hægt að breyta með nokkrum mannlegum mætti og það sem áður hefur gerst eru gersamlega óhaggalegar staðreyndir.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,